Marmari er myndbreyttur kalksteinn, til orðinn við hitun og umkristöllun kalkskelja (CaCO3) ýmissa fornra sjávardýra. Kornastærðin vex með myndbreytingarstigi og í fínkorna marmara má oft sjá einstaka steingervinga. “Óhreinindi” í kalksetinu koma fram í mismunandi litbrigðum marmara.